Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:27 Öflugar vatnsdælur hafa unnið sleitulaust allan sólarhringinn síðustu daga til að minnka vatnsmagnið í hellinum. Aðaldælan gaf sig örfáum klukkustundum eftir að síðasta drengnum var bjargað. Vísir/AP Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. Kafarar sem unnu að björguninni hafa greint frá því að aðeins örfáum klukkustundum eftir að síðustu drengirnir voru fluttir út í gær hafi vatnsdælingarkerfið í hellinum bilað, en það hefur dælt milljónum lítra úr hellakerfinu á síðustu dögum. Kafararnir og aðrir björgunarsveitarmenn voru um 1,5 kílómetra ofan í hellinum þegar aðalvatnsdælan gaf sig. Í samtali við Guardian segja þrír kafarar sem unnið hafa að björguninni að vatnsmagnið í hellinum hafi aukist hratt. Mikið hefur ringt í norðurhluta Tælands á síðustu vikum og var búinn að myndast mikill vatnselgur í hellinum þegar fyrstu björgunarsveitarmenn mættu á vettvang. Talið er að alls hafi um 100 manns verið einhvers staðar í hellakerfinu þegar dælan brást. Fólkið hafði verið að ganga frá eftir björgunaraðgerðinar, fjarlægja súrefniskúta og þræðina sem kafarar og drengirnir studdu sig við í björgunaraðgerðinni. Viðmælendurnir lýsa því hvernig þeir heyrðu öskur berast úr iðrum hellisins þegar kafararnir höfðu áttað sig á því að dælan hafi gefið sig. Því næst hafi skapast mikil ringulreið þegar kafarnir reyndu að hlaupa eins og fætur toguðu út úr hellinum og upp á þurrt yfirborðið.Sjá einnig: Öllum drengjunum bjargað úr hellinum „Allt í einu sá maður fullt af höfuðljósum koma yfir hæðina og vatnið sömuleiðis. Vatnsmagnið var bersýnilega að aukast,“ er haft eftir einum kafara sem var við hellismunnann þegar dælan gaf sig.Meðal þeirra sem voru inni í hellinum voru þrír kafarar tælenska sjóhersins og læknir en allir höfðu þeir varið bróðurparti vikunnar með drengjunum og þjálfara þeirra. Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum á mánudag og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í gær. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkur aðgerðanna fór svo fram í gær þegar 19 sérþjálfaðir kafarar voru sendir til drengjanna. Tugir annarra björgunarsveitarmanna voru einnig í hellinum og eru þeir sagðir hafa myndað svokallað „kínverskt færiband“ svo að flytja mætti drengina og hinar ýmsu vistir á sem skemmstum tíma hina 4 kílómetra löngu leið. Björgunarsveitarmennirnir þurftu margir hverjir að standa í rúmlega 8 klukkustundir á dag á litlum, blautum klettasyllum meðan þeir biðu eftir því að flytja menn og búnað sinn hluta leiðarinnar. „Ef einhver vinnur ekki vinnuna sína mun keðjan slitna,“ er haft eftir einum kafaranna. Það gerðist þó ekki og komust allir drengirnir heilir á húfi út úr hellinum, við mikinn fögnuð heimsbyggðarinnar.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis. 10. júlí 2018 18:15