Umhverfisstofnun fékk í gær tilkynningu frá fjársjóðsleiðangrinum yfir flaki SS Minden um að hann væri að undirbúa sig til þess að yfirgefa framkvæmdasvæðið. Ekki hafi verið óskað eftir frekari tíma til framkvæmda.
Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir framkvæmdaraðilann hafa sagt að gildistími starfsleyfisins, sem rann út í gær, hefði verið framlengdur til 1. október. Því gæti hann óskað eftir að snúa aftur á svæðið.
Agnar segir að þá myndi þurfa að sækja um heimild til stofnunarinnar til að hefja aftur framkvæmd og stofnunin að taka afstöðu til þess. Að verkinu loknu þurfi síðan að skila skýrslu til stofnunarinnar.

