Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júlí 2018 19:54 Breskur karlmaður sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok í lok síðasta mánaðar er kominn til meðvitundar. Hann liggur þó enn þungt haldinn á spítala í Salisbury, þeim sama og Skipal-feðginin voru á þegar þau börðust fyrir lífi sínu eftir taugaeitursárás í mars. vísir/ap Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. Þetta kemur fram á breska ríkisútvarpinu BBC.Dawn Sturgess, sem einnig varð fyrir eitruninni, lést síðasta sunnudag. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í lok júnímánaðar.Dawn Sturgess, sem var 44 ára, lést í fyrradag eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok.vísir/apAð sögn yfirhjúkrunarfræðings við spítala í Salisbury er Rowley enn í lífshættu en hann sé þó kominn til meðvitundar. Hann hefur fram til þessa og þarf áfram að vera undir læknishöndum allan sólarhringinn. Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu einhver tengsl á milli eitrunarinnar á Rowley og Sturgess og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Júlia og Sergei Skripal urðu fyrir Novichok eitrun í Salisbury í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútin hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Yfirvöld í Rússlandi hafi ekki komið nálægt neinum eitrunartilburðum. Svæðisstjóri heilbrigðismála í Amesbury og Salisbury, Sally Davies, hefur biðlað til íbúa á svæðinu að snerta ekki neina hluti á víðavangi til að gæta fyllsta öryggis. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní. Þetta kemur fram á breska ríkisútvarpinu BBC.Dawn Sturgess, sem einnig varð fyrir eitruninni, lést síðasta sunnudag. Rowley og Sturgess fundust meðvitundarlaus á heimili sínu í lok júnímánaðar.Dawn Sturgess, sem var 44 ára, lést í fyrradag eftir að hafa komist í snertingu við taugaeitrið Novichok.vísir/apAð sögn yfirhjúkrunarfræðings við spítala í Salisbury er Rowley enn í lífshættu en hann sé þó kominn til meðvitundar. Hann hefur fram til þessa og þarf áfram að vera undir læknishöndum allan sólarhringinn. Hryðjuverkadeild lögreglunnar á Bretlandi rannsakar nú hvort það séu einhver tengsl á milli eitrunarinnar á Rowley og Sturgess og taugaefnaárásarinnar á Skripal-feðginin. Júlia og Sergei Skripal urðu fyrir Novichok eitrun í Salisbury í mars á þessu ári. Bresk yfirvöld hafa kennt Rússum um eitrunina en Vladimir Pútin hefur frá upphafi neitað sök í málinu. Yfirvöld í Rússlandi hafi ekki komið nálægt neinum eitrunartilburðum. Svæðisstjóri heilbrigðismála í Amesbury og Salisbury, Sally Davies, hefur biðlað til íbúa á svæðinu að snerta ekki neina hluti á víðavangi til að gæta fyllsta öryggis.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Harðneita yfirlýsingum Rússa um að annað taugaeitur hafi fundist í Salisbury Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði um helgina að starfsmenn rannsóknarstöðvar í Sviss, sem notuð var af OPCW, hefðu fundið taugaeitrið BWZ í sýnum frá Salisbury, þar sem eitrað var fyrir feðginunum. 18. apríl 2018 16:30
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00