Töluvert tjón hjá PCC á Bakka og tekur nokkrar vikur að laga Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 14:13 Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“ Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“
Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent