Ísland Pólland Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun