Gígabæti af veðurfréttum Haukur Örn Birgisson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Veður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum er ég á leið frá Íslandi, sit um borð í flugvél á leiðinni í hlýjara loftslag. Í allt „sumar“ hef ég, eins og flestir Íslendingar, notið hlýjunnar innandyra og horft á rigninguna og rokið þjóta fram hjá stofuglugganum. Orðið þunglyndari með hverjum deginum sem líður, lesandi fréttir af hverju óveðursmetinu á eftir öðru sem slegið er. Það þarf ekki að miða við neina höfðatölu þegar kemur að heimsmetum Íslendinga í veðri. Á sama tíma hef ég ekki komist hjá því að horfa á vini og ættingja, sem flúið hafa land um skamma hríð, birta myndir af sér á samfélagsmiðlunum á sundfötunum. Oftar en ekki fylgir það sögunni hvert hitastigið er þegar myndin var tekin. Hvað er að þessu fólki? Þetta hlýtur að vera eitthvert séríslenskt fyrirbæri. Að þurfa stanslaust að birta myndir af skýjalausum himni eða sólarströnd, með hitatöluna krotaða á skjáinn! Sumir ganga svo langt að senda manni skjáskot af veðurspánni næstu daga. Það á að læsa þetta fólk inni. Íslendingar sem búa erlendis eru þó verstir. Þeir fá einhverja furðulega sælutilfinningu við það að núa vinum sínum á Íslandi því um nasir og monta sig af veðrinu þar sem þeir búa. Svo líður þessu fólki jafnvel enn betur ef veðrið á Íslandi er sérstaklega slæmt á sama tíma. Þá espist það upp og sendir heilu gígabætin af vídeóum sem enginn vill horfa á. Hversu annarlegar hvatir þarf maður eiginlega að hafa ef það veitir manni aukna gleði þegar lægðin yfir landinu er sérstaklega djúp og ástvinir manns nenna ekki út úr húsi? Ætli ég sé samt ekki bara búinn að gleyma. Eflaust er ég svona sjálfur. Það kemur í ljós á morgun.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun