Paul McCartney tróð óvænt upp á fornum slóðum Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2018 19:39 Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris. Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Paul McCartney kom aðdáendum í heimaborginni Liverpool á óvart í vikunni með óvæntum tónleikum í Cavern klúbbnum þar sem Bítlarnir slógu fyrst í gegn í upphafi sjöunda áratugarins. McCartney boðaði tónleikana á Twitter að morgni fimmtudags og tónleikarnir fóru síðan fram klukkan tvö síðdegis. En algegnt var að The Beatles spiluðu í Cavern klúbbnum í hádeginu, síðdegis og á kvöldin. Cavern kjallara klúbburinn sem nú stendur er ekki sá sami og Bítlarnir tróðu fyrst upp í árið 1961. Fyllt var upp í þann kjallara árið 1973 en nýr klúbbur undir sama nafni á sömu slóðum var opnaður árið 1984 og voru múrsteinar úr gamla klúbbnum meðal annars notaðir við byggingu hans. Frítt var inn á tónleika McCartney á fimmtudag og biðu margir klukkustundum saman eftir miða. Gamla kempan sem orðin er 76 ára var í banastuði. Lottie Ryan sem er 27 ára og var því ekki fædd þegar Bítlarnir hættu gat ekki leynt ánægju sinni þegar hún var komin með miða í hendurnar. „Mig dreymir um að fara aftur í tímann til sjöunda áratugarins og sjá Bítlana spila í Cavern. Ég kemst ekki nær því en þetta. Ég er rosalega spennt,” sagði Ryan skömmu fyrir tónleikana. Það var greinilegt að Bítlarnir höfða enn sterkt til ungu kynslóðarinnar í heimaborginni Liverpool enda eru fjórmenningarnir frægustu synir borgarinnar og heimili þeirra orðin að söfnum í þjóðareign. McCartney sjálfur var hæstánægður með uppákomuna en hann vakti í leiðinni athygli á væntanlegri plötu sinni Egypt Station sem kemur út í September. „Þegar við vorum að spila hér fyrir mjög mörgum árum vissum við ekki hvort við ættum einhverja framtíð fyrir okkur. En ég held að við höfum gert það ágætt. Það er mjög sérstakt fyrir mig að koma hingað aftur með núverandi hljómsveit og aðstoðarmenn, algerlega frábært,” sagði McCartney þegar hann ávarpaði tónleikagesti. Allison Devine sem er 57 ára var á tónleikunum og var því 9 ára þegar Bítlarnir hættu. Hún sagði skipta hana miklu máli að sjá gamla bítilinn troða upp í Cavern. „Hann er svo mikill show-maður og hann gaf okkur hreint frábæra tónleika. Þeir voru hverrar mínútu virði,” sagði Devine að tónleikunum loknum Og hinn 26 ára gamli Púllari Ian Morris var í sjöunda himni. „Hann er alger goðsögn, ekki rétt. Bítlarnir hafa haft áhrif á tónlist í öllum heiminum. Þetta var einstakt tækifæri til að sjá goðsögn í eigin persónu. Þetta er æðislegt,” sagði Morris.
Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira