„Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins“ Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2018 16:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir viðbrögð við komu Piu Kjærsgaard hingað til lands ekki hafa verið Alþingi til framdráttar. Hann segir það ekki vera okkar að velja fulltrúa annarra þjóða. Þetta kom fram í þættinum Sprengisandi í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar var einnig gestur í þættinum, en mótmæli hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hún segir mótmælum sínum ekki hafa verið beint að sjálfu embætti forseta danska þingsins, heldur þeirri orðræðu sem Kjærsgaard hefur staðið fyrir.Helga Vala segir að mótmæli sín hafi verið vegna þeirrar orðræðu sem Pia Kjærsgaard hefur haldið á lofti síðustu áratugi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu“ Hún tekur þó undir orð Sigmundar Davíðs um að þingfundurinn hafi ekki verið til þess að auka virðingu Alþingis, en þykir það vera einna helst vegna þess hvernig var staðið að skipulagi fundarins og ákvarðanatöku varðandi komu Kjærsgaard. „Mér þótti mjög miður hvernig að þessu var staðið.“ Þá segir hún það hafa verið sjálfsagt að bjóða forsetum Norðurlanda á hátíðarfundinn, en að hennar mati hafi það verið undarlegt að veita Kjærsgaard heiðurssess á fundinum í ljósi framgöngu hennar og orðræðu gegn innflytjendum. „Hún hefur verið mjög framarlega í hatursorðræðu, hún hefur látið eftir sér að úthrópa fólk sem þarfnast verndar, fólk sem hefur ekki jafnsterka rödd og hún, leyft sér að bera út slík orð um ákveðinn þjóðfélagshóp og mér þótti það ekki tilhlýðilegt að Alþingi Íslendinga skyldi, algjörlega fordæmalaust, leyfa erlendum aðila að ávarpa þingfund með þeim hætti.“ Hún bendir á að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem erlendum aðila var boðið að ávarpa þingfund hjá Alþingi og henni þykir miður að Kjærsgaard hafi verið sú sem fékk það tækifæri. Hættuleg braut að ætla velja fulltrúa annarra þjóða Sigmundur Davíð segir Íslendinga ekki geta sett sig í þá yfirburðastöðu á heimsvísu að segja öðrum þjóðum hvaða fulltrúa þeir eigi að velja á alþjóðlegum vettvangi. Það sé hættuleg braut. „Það er ekki okkar að hafa skoðun á því hver er fulltrúi danska þingsins. Við erum komin á svo hættulega braut þegar við ætlum að velja fulltrúa í ákveðin sæti fyrir önnur lönd.“, segir Sigmundur og gefur til kynna að slíkt myndi ekki koma fyrir í öðrum löndum við sambærilegar uppákomur. Þessu mótmælir Helga Vala og segir kjarna málsins ekki vera stjórnmálaskoðanir Kjærsgaard, heldur snúi umrædd viðbrögð að því að hún hafi lengi haldið uppi hatursorðræðu gegn ákveðnum hópum samfélagsins. Þá segist hún vita til þess að viðbrögðin við komu forseta þingsins hérlendis hafi orðið til þess að mikil umræða vaknaði í danska sósíaldemókrataflokknum um stefnu þeirra í málum hælisleitenda og hún fagni því. Heyra má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira