Innlent

Evrópskur sumarhiti í borginni

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Um tvöleytið komu fyrstu rigningardroparnir en úrhellirigningu er spáð klukkan 18.
Um tvöleytið komu fyrstu rigningardroparnir en úrhellirigningu er spáð klukkan 18. veðurstofa Íslands
Óvenju hlýtt loft frá Evrópu er yfir öllu landinu en það fer hratt yfir. Um tvöleytið komu fyrstu rigningardroparnir en úrhellirigningu er spáð klukkan 18.

Hlýjasti dagur sumarsins er nú á suðvesturhorninu og hlýtt á öllu landinu. Veðursældin mun þó ekki vara lengi að minnsta kosti ekki á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring.

„Það er nú farið að hlýna býsna víða á landinu og komið nokkuð víða um og yfir 20 stig,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands“

„Það þarf í raun og veru, eins og þetta er núna, nokkuð öfluga lægð langt suður í hafi sem dregur þá hlýtt loft frá Evrópu og yfir til okkar. Það er fyrsta skiptið í sumar og það er ekkert sjálfgefið að þetta gerist á hverju sumri þannig að þetta er frekar sjaldgæft.



Hvað fáum við að hafa svona gott veður lengi?

„Það stendur mjög stutt yfir í þetta skiptið. Í raun má segja að mestu hlýindin eru farin af landi um og fyrir kvöldmat,“ segir Óli Þór og bætir við að við séum núna inni í hlýjasta loftinu og svona veðri fylgi oft skúrabakkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×