PewDiePie biðst afsökunar á „ónærgætnu“ gríni um Demi Lovato Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:00 Rúmlega 64,5 milljónir fylgjast með ævintýrum hins sænska á Youtube. Vísir/Getty Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest. Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest.
Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55
Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30
Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30