Reykvísk ungmenni flykkjast til Trékyllisvíkur: „Hreppurinn iðar af lífi“ Bergþór Másson skrifar 28. júlí 2018 16:15 Sturla Atlas í Árneskirkju yngri / Dagskrá kvöldsins Kjartan Hreinsson Poppstjarnan Sturla Atlas og Bjarni Frímann, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, halda tónleika á Trékyllisvík í Árneskirkju yngri í kvöld. Tónleikarnir eru skipulagðir af Ólafi Kjaran Árnasyni. Trékyllisvík er vík í Árneshreppi, fámennasta hreppi Íslands. 43 manns búa í hreppnum. Ólafur Kjaran Árnason, tónleikahaldari, segir í samtali við Vísi að búið sé að standa ágætlega að kynningar- og markaðsstarfi tónleikanna svo að dræm mæting sé honum ekki áhyggjuefni. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði mjög vel mætt hérna í hreppnum í kvöld, síðast vorum við með gesti sem fóru hátt upp í íbúatöluna, en ég held að við förum hærra en það núna, hreppurinn iðar af lífi“ segir Ólafur. Þetta er í annað sinn sem Ólafur stendur fyrir tónleikum í Trékyllisvík. Aðspurður hvers vegna hann velur svo afskekktan og fámennan stað fyrir tónleikahald svarar Ólafur: „Trékyllisvík er bara töfrandi staður, heillandi samfélag, ég fór að venja komu mína til Trékyllisvíkur þegar ég var 20 ára. Heillaðist algjörlega fyrst þegar ég kom hingað og hef síðan verið að mæta og kynnast fólkinu hérna betur, mér líður afskaplega vel hérna og ég vil deila þessum stað með fleirum og hef verið að draga vini, fjölskyldu og kunningja hérna upp í hreppinn.“Ólafur Kjaran Árnason tónleikahaldari að sinna erindum í Trékyllisvík.Kjartan HreinssonOddur Þórðason, tónleikagestur.Oddur Þórðarson / InstagramFjölmenna í Árneshrepp Um það bil þrjátíu íslensk ungmenni keyrðu í um fimm klukkustundir frá Reykjavík í gær til þess að sjá tónleikana. Tónleikahaldarinn skaffaði þeim gistingu í Finnbogastaðaskóla. Vísir hafði samband við Odd Þórðason, sem er staddur í Trékyllisvík til þess að sjá tónleikana. Oddur segir stemninguna í Finnbogastaðaskóla gríðarlega góða, en rólega. „Fólk sat á sumbli langt fram eftir nóttu í gær og drakk og spjallaði og kynntist jafnvel líka, fólk er svolítið að kynnast hérna og síðan eru aðrir vinir til lengri tíma.“ Aðspurður hvers vegna hann leggur á sig þessa langferð til þess eins að sjá tónleika svarar Oddur: „Maður fylgir hjörðinni og hefur í rauninni ekkert betra að gera í bænum og það er mjög gott að koma hérna í sveitaloftið, slaka aðeins á og hafa það náðugt.“ Í Ingólfsfirði, gömul síldarbræðsla. Henni var lokað þegar síldin fór, uppúr 1970. Skip kom og sótti alla og plássið var tómt eftir. Árneshreppur er nú fámennasta sveitarfélag á Íslandi en hvað sagði skáldið, það er fámennt en fagmennt. Tónleikar í kirkjunni í kvöld A post shared by Snorri Másson (@snorri4) on Jul 28, 2018 at 9:23am PDTHér má sjá sagnfræðilega Instagram færslu frá öðrum tónleikagesti, sem er greinilega spenntur fyrir kvöldinu.Bjarni Frímann og Sturla AtlasKjartan HreinssonFarsælt samstarf poppstjörnu og óperustjóra Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sturla Atlas og Bjarni Frímann vinna saman en Sturla Atlas söng í óperunni Toscu sem Bjarni Frímann stjórnaði. Þeir félagar munu vinna frjálslega saman í kirkjunni í kvöld. Bjarni sér um undirleik og Sturla Atlas syngur. Kirkjugestir fá að heyra hina sígildu slagara Sturlu í bland við nýtt efni. Sagt er að galdraöld hafi hafist á Íslandi í Trékyllisvík þegar þrír menn voru brenndir þar á báli fyrir galdra árið 1654. Aðspurður hvernig það sé að vera á svo sögufrægum slóðum og hvort hann finni fyrir einhverskonar göldrum í loftinu segir Sturla í samtali við Vísi: „Það er eitthvað dæmi í gangi hérna, svo sannarlega.“ Sturla vonar innilega að hreppurinn og fólkið í kringum bæinn mæti í kvöld. „Það þarf að vísu ekki marga til að fylla kirkjuna en það væri óskandi ef fólk væri standandi upp við veggi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í kvöld og er frítt inn. Árneshreppur Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Poppstjarnan Sturla Atlas og Bjarni Frímann, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar, halda tónleika á Trékyllisvík í Árneskirkju yngri í kvöld. Tónleikarnir eru skipulagðir af Ólafi Kjaran Árnasyni. Trékyllisvík er vík í Árneshreppi, fámennasta hreppi Íslands. 43 manns búa í hreppnum. Ólafur Kjaran Árnason, tónleikahaldari, segir í samtali við Vísi að búið sé að standa ágætlega að kynningar- og markaðsstarfi tónleikanna svo að dræm mæting sé honum ekki áhyggjuefni. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði mjög vel mætt hérna í hreppnum í kvöld, síðast vorum við með gesti sem fóru hátt upp í íbúatöluna, en ég held að við förum hærra en það núna, hreppurinn iðar af lífi“ segir Ólafur. Þetta er í annað sinn sem Ólafur stendur fyrir tónleikum í Trékyllisvík. Aðspurður hvers vegna hann velur svo afskekktan og fámennan stað fyrir tónleikahald svarar Ólafur: „Trékyllisvík er bara töfrandi staður, heillandi samfélag, ég fór að venja komu mína til Trékyllisvíkur þegar ég var 20 ára. Heillaðist algjörlega fyrst þegar ég kom hingað og hef síðan verið að mæta og kynnast fólkinu hérna betur, mér líður afskaplega vel hérna og ég vil deila þessum stað með fleirum og hef verið að draga vini, fjölskyldu og kunningja hérna upp í hreppinn.“Ólafur Kjaran Árnason tónleikahaldari að sinna erindum í Trékyllisvík.Kjartan HreinssonOddur Þórðason, tónleikagestur.Oddur Þórðarson / InstagramFjölmenna í Árneshrepp Um það bil þrjátíu íslensk ungmenni keyrðu í um fimm klukkustundir frá Reykjavík í gær til þess að sjá tónleikana. Tónleikahaldarinn skaffaði þeim gistingu í Finnbogastaðaskóla. Vísir hafði samband við Odd Þórðason, sem er staddur í Trékyllisvík til þess að sjá tónleikana. Oddur segir stemninguna í Finnbogastaðaskóla gríðarlega góða, en rólega. „Fólk sat á sumbli langt fram eftir nóttu í gær og drakk og spjallaði og kynntist jafnvel líka, fólk er svolítið að kynnast hérna og síðan eru aðrir vinir til lengri tíma.“ Aðspurður hvers vegna hann leggur á sig þessa langferð til þess eins að sjá tónleika svarar Oddur: „Maður fylgir hjörðinni og hefur í rauninni ekkert betra að gera í bænum og það er mjög gott að koma hérna í sveitaloftið, slaka aðeins á og hafa það náðugt.“ Í Ingólfsfirði, gömul síldarbræðsla. Henni var lokað þegar síldin fór, uppúr 1970. Skip kom og sótti alla og plássið var tómt eftir. Árneshreppur er nú fámennasta sveitarfélag á Íslandi en hvað sagði skáldið, það er fámennt en fagmennt. Tónleikar í kirkjunni í kvöld A post shared by Snorri Másson (@snorri4) on Jul 28, 2018 at 9:23am PDTHér má sjá sagnfræðilega Instagram færslu frá öðrum tónleikagesti, sem er greinilega spenntur fyrir kvöldinu.Bjarni Frímann og Sturla AtlasKjartan HreinssonFarsælt samstarf poppstjörnu og óperustjóra Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sturla Atlas og Bjarni Frímann vinna saman en Sturla Atlas söng í óperunni Toscu sem Bjarni Frímann stjórnaði. Þeir félagar munu vinna frjálslega saman í kirkjunni í kvöld. Bjarni sér um undirleik og Sturla Atlas syngur. Kirkjugestir fá að heyra hina sígildu slagara Sturlu í bland við nýtt efni. Sagt er að galdraöld hafi hafist á Íslandi í Trékyllisvík þegar þrír menn voru brenndir þar á báli fyrir galdra árið 1654. Aðspurður hvernig það sé að vera á svo sögufrægum slóðum og hvort hann finni fyrir einhverskonar göldrum í loftinu segir Sturla í samtali við Vísi: „Það er eitthvað dæmi í gangi hérna, svo sannarlega.“ Sturla vonar innilega að hreppurinn og fólkið í kringum bæinn mæti í kvöld. „Það þarf að vísu ekki marga til að fylla kirkjuna en það væri óskandi ef fólk væri standandi upp við veggi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 í kvöld og er frítt inn.
Árneshreppur Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira