Erlent

Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað.
Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. Vísir/ap
Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. Um 38.000 íbúar í Shasta-sýslu þurft að yfirgefa heimili sín að því er fram kemur í frétt Reuters.

Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í sex daga.

Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir aðstoð til að forða yfirvofandi hamfaraástandi í því sem sérfræðingar segja verstu skógarelda í áratug.

Skógareldar sem nú geisa í Kaliforníu hafa ekki verið verri í áratug.vísir/ap



Fleiri fréttir

Sjá meira


×