Klopp segir Ramos vera „miskunnarlausan og hrottalegan“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. júlí 2018 09:30 Ramos hugar að Salah eftir atvikið umtalaða. vísir/getty Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir Sergio Ramos, varnarmann Real Madrid, vera miskunnarlausan og hrottalegan eftir framgöngu hans í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Liverpool og Real Madrid mættust í Kænugarði í lok maí í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Real Madrid fór með 3-1 sigur og sigraði keppnina þriðja árið í röð. Í leiknum braut Ramos á Mohamed Salah með þeim afleiðingum að Egyptinn meiddist og þurfti að fara af velli og missti í framhaldinu af fyrsta leik Egypta á HM.Sjá einnig: Átti Ramos að fá rautt fyrir þetta? Klopp hafði lítið sem ekkert tjáð sig um Spánverjann síðustu tvo mánuði en hann sagði loks sína skoðun í löngu viðtali við Telegraph í æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum. „Ef þú horfir aftur á leikinn og ert ekki á bandi Real Madrid þá er hugsunin sú að þetta er miskunnarlaust og hrottalegt,“ sagði Klopp.Atvikið á milli Sergio Ramos og Mohamed Salah.Vísir/Getty„Þú hugsar ekki „vá, þetta var góð tækling.“ Ég held að í svona atvikum þá þarf betri dómgæslu. Ef VAR [myndbandsdómgæsla] er á leið inn í fótboltann þá er þetta dæmi um atvik sem þarf að skoða aftur.“ „Ekkert endilega til þess að gefa rautt spjald heldur til þess að geta horft til baka og sagt „hvað er þetta?“. Þetta var miskunnarlaust. Að fara og gefa markmenninum olnbogaskot og rífa markaskorarann niður eins og glímukappi á miðjunni er ein leið til að vinna leikinn,“ sagði Jurgen Klopp. Ramos hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé ekki ábyrgur fyrir því að Salah meiddist og gantaðist með það að ef Roberto Firmino hefði veikst í leiknum þá hefði sér verið kennt um því smá svitadropi lenti á Firmino. „Ramos sagði mikið af hlutum sem mér líkaði ekki við. Mér líkaði ekki hvernig hann brást við stöðunni. Árið áður þá var Ramos ábyrgur fyrir því að Juan Cuadrado fékk rautt í úrslitaleiknum gegn Juventus. Það talaði enginn um það eftir leikinn.“ „Fólk má segja að ég kunni ekki að tapa eða sé að væla, en ég er það ekki. Ég sætti mig við þessa niðurstöðu en þú ert að spyrja mig út í þetta atvik,“ sagði Jurgen Klopp.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06 Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00 Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann. 26. maí 2018 22:06
Ramos sendir Salah batakveðjur Mohamed Salah þurfti að fara meiddur af velli eftir að Sergio Ramos braut á honum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. 27. maí 2018 13:00
Marcelo pirraður út í umræðuna eftir Meistaradeildarsigur Real Madrid Brasilíumaðurinn Marcelo vann á dögunum Meistaradeildina þriðja árið í röð með Real Madrid en hann er ekki sáttur með umræðuna eftir leikinn. 8. júní 2018 14:45