Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá viðbragðsáætlun sem stjórnvöld vinna að vegna hugsanlegra áfalla í rekstri þjóðhagslega mikilvægra fyrirtækja eins og flugfélaga og skipafélaga.

Jarðfræðingar telja óróleika í þremur eldstöðvum að undaförnu geta verið fyrirboða eldgoss í haust eða vetur. Sumir vilja setja gula viðvörun í gildi strax.

Þá heyrum við í íbúum í Laugardal sem eru búnir að fá sig fullsadda af Secret Solstice tónlistarhátíðinni og vilja hana burt úr dalnum. Einnig skoðum við milljarða uppbyggingu í ferðaþjónustu sem er á bið meðan Skipulagsstofnun hefur tekið eitt og hálft ár í að meta hvort framkvæmdin eigi að fara í umhverfismat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×