Innlent

Greining á dóminum stendur yfir

Birgir Olgeirsson skrifar
Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. Vísir
Verjandi Bubba Morthens segir það í skoðun hvort meiðyrðadómi, í máli Steinars Bergs Ísleifssonar gegn Bubba og RÚV, verði áfrýjað.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og RÚV til að greiða Steinari samtals 500 þúsund krónur vegna ummæla um útgáfusamninga hans og Steinars. Ummælin lét Bubbi falla í sjöunda þætti sjónvarpsþáttaraðarinnar Popp- og rokksaga Íslands. Einnig voru ummæli sem Bubbi lét hafa eftir sér á vefmiðlum og Facebook dæmd dauð og ómerk.

„Við erum bara að greina dóminn sem stendur,“ segir Hjördís Halldórsdóttir, verjandi Bubba í málinu.

Ummælin vörðuðu samninga hljómsveitanna Utangarðsmanna og Egó, sem Bubbi var forsprakki í, við útgáfufyrirtæki Steinars Bergs snemma á níunda áratug síðustu aldar.

Bubbi sagði í þættinum að meðlimir hljómsveitarinnar Egó, sem Bubbi stofnaði í upphafi níunda áratugarins, hafi farið flatt á viðskiptum sínum við útgáfufyrirtækið Steinar hf. Fyrirtækið hafi í raun grætt óeðlilega mikið á plötum hljómsveitarinnar.

Vildi Bubbi meina að Steinar hefði nýtt sér bágt ástand hans, en Bubbi fullyrti fyrir dómi að hann hefði verið á kafi í eiturlyfjaneyslu á þessum tíma og fékk vin sinn og fyrrverandi eiginkonu til að staðfesta það við aðalmeðferð málsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×