Lífið

Skíthræddur James Corden stökk út úr flugvél í 4500 metra hæð með Tom Cruise

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cruise hafði gert þetta mörgum sinnum áður.
Cruise hafði gert þetta mörgum sinnum áður.
Tom Cruise bauð breska spjallþáttastjórnandanum James Corden í fallhlífarstökk í þætti hans á dögunum og nú var komið að því að standa við stóru orðin.

Cruise er að kynna nýjustu mynd sína, Mission: Impossible - Fallout, í helstu spjallþáttum heims og virðist hann þræða alla helstu þætti.

Stórleikarinn leikur sjálfur sín áhættuatriði í kvikmyndinni og þurfti hann til að mynda að stökkva út úr flugvél í nýjustu Mission: Impossible myndinni.

Corden átti síðan að leika það eftir eins og sjá má hér að neðan. Bretinn var ekkert sérstaklega hrifinn af því að henda sér út úr flugvél í 4500 metra hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.