Þjálfari Selfoss býðst til að hjálpa til við leit að eftirmanni sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 09:45 Gunnar Borgþórsson er í fallsæti með gott lið Selfyssinga. vísir/valli Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20