Þjálfari Selfoss býðst til að hjálpa til við leit að eftirmanni sínum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 09:45 Gunnar Borgþórsson er í fallsæti með gott lið Selfyssinga. vísir/valli Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Selfoss heldur áfram að valda vonbrigðum í Inkasso-deild karla í fótbolta en liðið er í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar eftir þrettán umferðir. Selfyssingar töpuðu í gær mikilvægum fallbaráttuslag gegn ÍR í Breiðholtinu þar sem að Breiðhyltinar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og tryggðu sér sigurinn, 3-2. Selfoss-liðið ætlaði sér mun stærri hluti í sumar en fallbaráttu líkt og framan af síðustu leiktíð en það hefur fengið góðan liðsstyrk og er ekki með mannskap til að vera við botninn. Nú síðast fékk það króatíska framherjann Hrvje Tokic frá Breiðabliki.Aftur að bjóðast til að hætta „Við erum flott félag og erum engan veginn sáttir við þetta. Það fyrsta sem ég geri er að taka upp símann, hringja í stjórnina og segja þeim að við þurfum að gera eitthvað,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, svekktur í viðtali við Fótbolti.net eftir leikinn í gær. „Við þurfum að ná í þessa leikmenn sem við viljum til að styrkja liðið. Ef við þurfum einhvern annan til að stýra þessu og hvetja áfram leikmenn þá er það ekkert mál mín vegna,“ bætti hann við. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Gunnar hálfpartinn býðst til að stíga frá borði vegna dapurs árangurs liðsins. Í viðtali við Fótbolti.net eftir 2-0 tap gegn Skaganum í byrjun júlí sagði hann: „Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar.“Heldur að hann stýri næsta leik En, aftur að leiknum í Mjóddinni í gærkvöldi. Selfyssingar eru nú búnir að tapa sex af síðustu átta leikjum og fá fjögur stig af 24 mögulegum eftir að vinna tvo leiki í röð í lok maí og byrjun júní. Útlitið er ekki gott. „Ég hef sagt það áður að þetta snýst um félagið. Þetta snýst ekki um einhvern einn karl. Ég vildi óska þess að ég hefði getað spilað þessar síðustu þrjár mínútur því ég hefði gert allt sem ég hefði getað til að klára þetta,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Gunnar, sem fór tvívegis með kvennalið Selfoss í úrslitaleik bikarsins áður en hann tók við karlaliðinu, býst við því að stýra sínum mönnum í næsta leik en hann ætlar meira að segja að hjálpa til við að finna betri mann ef hann er til. „Já, ég held að ég verði þjálfari í næsta leik nema að við finnum eitthvað betra. Ég fer í það að hjálpa að leita að einhverjum betri manni, ekki spurning. Ef við finnum eitthvað betra verður Gunni Borgþórs ekki þjálfari Selfoss í næsta leik,“ sagði hann. „Ef við finnum einhvern sem getur haldið áfram að byggja upp og mótivera strákana, þá verð ég ekki þarna. Það er bara þannig,“ sagði Gunnar Borgþórsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ótrúlegur sigur ÍR | Öll úrslit kvöldsins Mikil dramatík var í leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla en fjögur mörk voru skoruð í uppbótartíma í tveimur af fjórum leikjum kvöldsins. 26. júlí 2018 21:20