Innlent

Hjólreiðafólkinu bjargað

Gissur Sigurðsson skrifar
Veðrið var hráslagalegt í nótt.
Veðrið var hráslagalegt í nótt. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn úr Húna á Hvammstanga komu í nótt fjórum erlendum ferðamönnum til bjargar þar sem þeir voru orðnir blautir, kaldir og hraktir á Arnarvatnsheiði og kölluðu eftir hjálp.

Fólkið er bandarískt, þrjár konur og einn karl og voru þau á reiðhjólum. Þau höfðu komið upp tjaldi sem var orðið rennblautt og því míglekt þegar björgunarmenn komu að því um eitt leitið í nótt, en það hafði getað gefi upp nákvæma GPS staðsetningu.

Fólkið og hjólin voru tekin upp í jeppa björgunarmanna, sem fluttu það til Hvammtanga, þangað sem komið var undir morgun. Fyrir utan vosbúðina amaði ekkert að fólkinu. Leiðin upp á heiðina var seinfarin og þar var hvasst og mikil rigning.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×