Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar Gerard Pokruszynski skrifar 27. júlí 2018 07:00 „… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
„… ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi” – sungu íslenskir tónlistarmenn á níunda áratugnum og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar og bætir við: „Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki.“ Mig langar hér með að upplýsa ágæta ritstjórn um það að Pólland var einræðisríki á tímum kommúnismans og aldrei hefði ég getað hugsað mér að vinna að stjórnsýslumálum á þeim tíma og í því ástandi sem þá ríkti í landinu. Sama er ekki hægt að segja um dómarana sem dæmdu í kommúnískum dómstólum sem hafa ekki hætt og halda áfram að dæma eins og á tímum þegar „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa bæklingum eða mótmæla einræðisstjórn kommúnista á götum Varsjár. Ég vil fullvissa hina ágætu ritstjórn um það, að síðustu þingkosningar í Póllandi voru lýðræðislegar og þær næstu verða það einnig. Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins Póllands framfylgir þeirri kosningastefnu sem kynnt var í aðdraganda kosninganna og þess vegna var hún kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni voru endurbætur á réttarkerfinu. Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir endurbótunum heldur þingið sem kosið var í lýðræðislegum kosningum. Pólska þingið Sejm hefur heimild til að ákveða frjálst og óháð fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú heimild kemur beint úr 4. mgr. 180. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Póllands og er merki um jafnvægi milli dómsvalds og löggjafarvalds. Nýr eftirlaunaaldur allra starfsstétta í Póllandi er 65 ár fyrir karlmenn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár óháð kyni og er sú innleiðing vegna tilmæla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dómarar hætta störfum nema þeir tilkynni um eigin vilja til áframhaldandi embættissetu og framvísi heilbrigðisvottorði til staðfestingar á getu til að gegna dómarastarfi. Ákvörðun um framlengingu dómaraembætta í Hæstarétti er tekin af forseta Lýðveldisins Póllands að undangengnu samráði við Dómstólaráð sem aðallega er skipað dómurum. Lögin um lækkun eftirlaunaaldurs dómara hafa ekki áhrif á sjálfstæði dómstóla þar sem þau hafa engin áhrif á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar halda sínum lögbundnu réttindum, þar á meðal friðhelgi og það verður ekki hægt að svipta þá eftirlaunagreiðslum. Stjórnarskrá Lýðveldisins Póllands , VIII. Kafli (Dómstólar): 176. gr. 1. Málarekstur fyrir dómi er að minnsta kosti á tveimur dómsstigum. 2. Skipulag og lögsaga og einnig réttarfar er tilgreint með lögum. 178. gr. 1. Dómarar í embættum sínum eru sjálfstæðir og fylgja eingöngu Stjórnarskrá og lögum. 179. gr. 1. Dómarar eru skipaðir af forseta Lýðveldisins Póllands ótímabundið, samkvæmt tillögu Dómstólaráðs. 180. gr. 1. Ekki má víkja dómara úr embætti. 3. Dómari getur hætt störfum vegna veikinda eða heilsubrests sem kemur í veg fyrir að hann geti gegnt dómaraembætti. Málsmeðferð og kæruleið fyrir dómstólum eru ákveðnar í lögum. 4. Eftirlaunaaldur dómara er tilgreindur í lögum. 5. Breytist lögsaga eða þinghá er heimilt að færa dómara í annan dómstól eða á eftirlaun á fullum launum. 182. gr. Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er ákveðin í lögum. Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson vona ég að Pólverjum verði tryggður aðgangur að sjálfstæðum og óháðum dómstólum. Sem skipaðir eru samkvæmt lögum en án dómara sem kváðu upp dóma í kommúnískum dómstólum eftir pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag Póllands, og dæmdu pólska föðurlandsvini í fangelsi á tímum herlaganna. Þá vona ég að það verði enginn eftir í pólskum dómstólum af þeim sem sáu um það fyrir hönd kommúnistaríkisins að „ástandið í Póllandi fór hríðversnandi dag frá degi“ eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi.
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun