Upphitun fyrir Ungverjaland: Hvað gerist fyrir sumarfrí? Bragi Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Hamilton í Ungverjalandi í gær að kvitta undir áritanir. vísir/getty Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira