Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 20:15 Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15