Íslenski boltinn

Keflavík lánar Jeppe til ÍA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jeppe er á leið upp á Skaga.
Jeppe er á leið upp á Skaga. vísir/ernir
Keflavík hefur lánað framherjann Jeppe Hansen til Inkasso-deildarliðs ÍA út tímabilið. Jeppe er ætlað að hjálpa ÍA að koma sér upp í Pepsi-deildina á ný.

Þetta staðfesti Keflavík á heimasíðu sinni fyrr í kvöld en liðið er lang neðst á botni Pepsi-deildarinnar einungis með þrjú stig.

„Jeppe hefur verið leikmaður Keflavíkur frá árinu 2017 og átti m.a. þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Stjórn Knattspyrnudeildar óskar Jeppa velfarnaðar," segir í tilkynningu frá Keflavík.

Jeppe hefur einnig spilað með Stjörnunni og KR hér á landi en gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og hjálpaði þeim upp í efstu deildina á nýjan leik.

ÍA er í harðri baráttu á toppi Inkasso-deildarinnar. Þeir eru nú í fjórða sætinu með 24 stig, en Þór, Víkingur Ólafsvík og HK eru fyrir ofan Skagamenn. Þeir eru fjórum stigum frá toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×