Lífið

Axl tilfinningaríkur á sviðinu áður en hann flutti lagið sem var tileinkað vini hans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Axl Rose tileinkaði laginu vini sínum og flutti það óaðfinnanlega.
Axl Rose tileinkaði laginu vini sínum og flutti það óaðfinnanlega. vísir/sáp
Knockin' On Heaven's Door er sögufrægt lag sem Bod Dylan gaf fyrst út árið 1965. Bæði Eric Clapton og Guns N´Roses hafa gefið út mjög vinsælar ábreiður af laginu og tók sveitin lagið á stórtónleikum sínum á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Um 25 þúsund manns sáu Guns N´Roses spila á vellinum í gær og hafa aldrei fleiri verið á Laugardalsvelli.

Axl Roses hélt ræðu fyrir flutninginn og var lagið tileinkað vini hans sem gekk í gegnum það að missa barnið sitt fyrir ekki svo löngu.

Ræðan og flutningurinn tók um stundarfjórðung og má með sanni segja að sveitin öll hafi farið hamförum þegar lagið Knockin' On Heaven's var tekið í gærkvöldi. Hér að neðan má sjá myndband af flutningnum sem hefur ratað á YouTube.


Tengdar fréttir

„Sjáumst aftur fyrr en síðar“

Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.