31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 10:56 Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Vísir/AP 31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
31 lét lífið í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan. Þá eru aðrir 30 særðir, sumir alvarlega, og óttast er að tala látinna muni hækka. Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fimm lögregluþjónar og tvö börn eru á meðal hinna látnu. Sprengjuárásin átti sér stað fyrir utan kjörstað í útjaðri Quetta, höfuðborg Balochistan, fátækasta héraði í Pakistan. Hashim Ghilzai, embættismaður í Quetta, segir í samtali við Sky news, að árásarmaðurinn hafi í fyrstu reynt að komast inn á kjörstað en þegar lögreglan hamlaði för hans hafi hann sprengt sig í loft upp. Fréttaritari Sky news í Pakistan, Alistair Bunkall, segir að árásin sé tilraun til að trufla þingkosningarnar í landinu sem nú einkennast af hálfgerðu upplausnarástandi. „Þetta hefur verið blóðug kosningabarátta,“ segir Bunkall. Sprengjuárásin hafi verið í það minnsta sú þriðja í landinu síðan kosningabaráttan hófst. Öryggisgæsla hefur verið hert á kjörstöðum en um hálf milljón lögreglumanna hafa verið ræstir út til að gæta að öryggi kjósenda.Fyrrverandi Krikketstjarnan og forsætisráðherraefni PTI-réttlætisflokksins, Imram Khan, hefur tjáð sig um árásina.vísir/APÞað sem hægt er að lesa úr skoðanakönnunum síðastliðinna vikna er að mjótt er á mununum. Tvær fylkingar etja helst kappi, annars vegar PTI- réttlætisflokkurinn með Imran Khan, krikketstjörnu, í broddi fylkingar og hins vegar PML-N flokkurinn sem Shabahz Sharif fer fyrir. Hann er bróðir fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, sem nú situr í fangelsi fyrir spillingu. Khan hefur brugðist við sprengjuárásinni. Á Twitter sagði hann að hann sé miður sín yfir árásinni og að saklausir borgarar hefðu látið lífið í dag. Óvinir Pakistan séu að reyna að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli. Það sé ekki í boði að gefast upp gegn hryðjuverkamönnum og því hvatti hann borgara til að fylkja liði á kjörstaði. Kjörstaðir loka klukkan 18.00 í dag að staðartíma.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira