Mesti hiti í 262 ár Elín Albertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 06:00 Það getur verið erfitt og leiðigjarnt að vera alltaf í mikilli sól og hita. Það hafa Svíar fengið að reyna í sumar með ýmsum slæmum afleiðingum. Vísir/Getty Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02