Biðla til allra í Laos um hjálp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Sléttur Attapeu-fylkis eru á kafi í vatni eftir að stífla brast Vísir/AFP Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“ Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24