Innlent

Bjarga slasaðri ferðakonu við Rauðfeldsgjá

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bratt er á staðnum og erfitt yfirferðar.
Bratt er á staðnum og erfitt yfirferðar. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á vestanverðu Snæfellsnesi eru nú á leið að Rauðfeldsgjá til að liðsinna ferðakonu. Sú hringdi á Neyðarlínu eftir að hafa hrasað og telur sig mögulega ökklabrotna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg á áttunda tímanum.

Aðstæður eru erfiðar á svæðinu, bratt og erfitt yfirferðar, en bera þarf konuna að bílastæði og upp í sjúkrabíl. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg ættu björgunarsveitir að ná til ferðakonunnar innan skamms.

Í tilkynningu segir jafnframt að björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar þekki aðstæður við Rauðfeldsgjá vel þar sem slys þar eru ekki sjaldgæf.

Þá eru þessar sömu björgunarsveitir nýkomnar í hús en um hálffjögur í dag fengu þær útkall vegna slasaðs ferðamanns á Djúpalónssandi. Sá hafði slasað sig nokkuð frá bílastæðinu og þurftu sjúkraflutningamenn aðstoð við burð enda svæðið hrjóstugt yfirferðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×