Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. júlí 2018 19:30 Fréttastofa óskaði eftir langtímaávöxtunartölur frá samtryggingardeildum lífeyrissjóða. Samanburður er þó erfiður því þeir gera ekki allir eins upp. Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtunartölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu.Samanburður sjóða í fyrsta skipti Samanburður um langtímaávöxtun 27 sameignarsjóða kom fram í fyrsta skipti opinberlega í vor. Án þess þó að nöfn sjóðanna væru tekin fram. Fréttastofa keypti gögn byggð á tölunum þar sem sama uppgjörsaðferð var notuð yfir alla sjóðina. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var þar meðal þeirra sjóða sem sýndi einna lökustu ávöxtun. Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa segir það ekki koma heim og saman við útreikninga sjóðsins. „Okkar útreikningar sem miða við reglur Fjármálaeftirlitsins sýna að raunávöxtunin er 3,2% en ekki 2,4% eins og kom fram í skýrslunni. Þessar tölur eru staðfestar af endurskoðanda sjóðsins. Þá þarf líka að hafa í huga að lífeyrissjóðir gera skuldabréf sín upp með ólíkum hætti. Sumir sjóðir gefa öll sín skuldabréf upp á markaðsvirði og ef Frjálsi gerði það þá væri ávöxtunin um 3,4%,“ segir Arnaldur.Ólíkar uppgjörsaðferðir hafa gert samanburð erfiðan Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í byrjun júlí að líklega hafi langtíma samanburður milli samtryggingadeilda sjóðanna ekki legið fyrir þar sem gögnin væru flókin og uppgjörsaðferðir ólíkar. Arnaldur Loftsson ítrekar þetta og segir erfitt að bera saman þessar tölvur vegna ólíkra uppgjörsaðferða. Aðspurður um af hverju það ríki ekki sömu reglur um uppgjör sjóðanna svo samanburðurinn sé nákvæmur sagði Arnaldur að rétt væri að beina þeirri spurningu til Fjármálaeftirlitsins.Svör frá lífeyrissjóðum um langtímaávöxtun Fréttastofa óskaði eftir ávöxtunartölum samtryggingardeildar frá 20,25 og 30 árum frá yfir sjóðum og fékk svör innan fárra daga. Þar kemur fram mikill munur á ávöxtun milli sjóða. Samanburðurinn er hins vegar ekki nákvæmur þar sem misjafnt er hvernig sjóðirnir gera upp skuldabréf þ.e. hvort þau eru gerð upp á markaðsvirði eða nafnvirði eða hvað hlutfall er þar á milli. En uppgjörsaðferðir geta haft áhrif á samanburð á ávöxtun til skamms tíma en óveruleg til lengri tíma. Hér að neðan gefur að líta mismunandi svör sjóðanna við fyrirspurn fréttastofu þar sem spurt var: Hvert er langtíma margfeldismeðaltal hreinnar raunávöxtunar lífeyrissjóðsins á þessum tímabilum:Síðustu 20 ár Síðustu 25 árSíðustu 30 árSVÖR SJÓÐANNA: ALMENNI LÍFEYRISSJÓÐURINNÁvöxtun 20 ár-3,2%Ávöxtun 25 ár-4,3%Ávöxtun 28 ár- 4,6%Almenni lífeyrissjóðurinn gerir upp skuldabréf á markaðsvirði. Uppgjörsaðferðir skuldabréfa hafa áhrif á samanburð á ávöxtun til skamms tíma en hefur óveruleg áhrif til lengri tíma. Ávöxtunarmunur til lengri tíma skýrist fyrst og fremst af eignasamsetningu og fjárfestingarstefnu. LÍFEYRISSJÓÐUR VERSLUNARMANNAÁvöxtun 20 ár-4,2%Ávöxtun 25 ár-4,9%Ávöxtun 30 ár- 5,0%Skuldabréfaeignin í árslok 2017 skiptist þannig að 80% af þeim eru gerð upp miðað við haldið til gjalddaga og 20% skuldabréfanna eru færð á gangvirði þ.e. markaðsverði.Nánari upplýsingar má sjá í ársreikningi sjóðsins 2017. GILDIÁvöxtun 20 ár-3,9%Ávöxtun 25 ár-5,3% Ávöxtun sjóðsins er reiknuð samkvæmt þeim reglum sem á hverjum tíma gilda um ársreikninga lífeyrissjóða. Til ársins 2015 voru öll skuldabréf sjóðsins gerð upp m.v. kaupkröfu. Frá og með árinu 2016 breyttust uppgjörsaðferðir vegna nýrra reglna um ársreikninga lífeyrissjóða þannig að hluti skuldabréfa sjóðsins er nú gerður upp m.v. kaupkröfu og hluti m.v. markaðsvirði. Það eru aðallega veðskuldabréf og skuldabréf með ríkisábyrgð sem gerð eru upp m.v. kaupkröfu, þ.e. þau bréf sem sjóðurinn hyggst halda til lokagjalddaga. BRÚ Brú A deild Brú V deild LsRb LSK 19 ár 2,50% 2,50% 20 ár á ekki við á ekki við 3,90% 3,70% 25 ár á ekki við á ekki við 4,00% 4,60% Öll bréf sem eru með markaðsvakt eru á markaðsvirði hjá okkur. Sjá nánar skýringar í ársreikningum sjóðanna t.d. í skýringu 46 í ársreikningi Brúar. BIRTAÁvöxtun 20 ár-2,9%Ávöxtun 25 ár-3,8%Ávöxtun 30 ár-4,3Það er misjafnt, en yfirgnæfandi meirihluti skuldabréfa er gerður upp á kaupkröfu og þ.a.l. lítill hluti gerður upp á markaðskröfu. LÍFEYRISSJÓÐUR BANKAMANNAÁvöxtun 20 ár-3,82%Ávöxtun 25 ár-4,29%Ávöxtun 30 ár-4,66Meirihluti skuldabréfa (um 75%) er gerður upp á afskrifuðu kostnaðarverði, (sjá nánar hér.) LÍFSVERKÁvöxtun 20 ár-1,46%Ávöxtun 25 ár-2,38%Ávöxtun 30 ár-2,25Langstærsti hluti skuldabréfasafns samtryggingardeildar er metinn á upphaflegri kaupkröfu. Um síðustu áramót voru einungis um 10% metin á markaðsvirði. Skuldabréfasafn séreignarleiða er allt metið á markaðsvirði. LÍFEYRISSJÓÐUR TANNLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDSÁvöxtun 18 ár-2,05%Skuldabréf eru gerð upp á markaðskröfu bæði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands. Hvorugur sjóður á 20 ára ávöxtunarsögu í samtryggingu. LSRÁvöxtun 20 ár-3,52%Ávöxtun 25 ár-3,9%Ávöxtun 30 ár-4,16%Misjafnt hvernig skuldabréf eru gerð upp. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtunartölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu.Samanburður sjóða í fyrsta skipti Samanburður um langtímaávöxtun 27 sameignarsjóða kom fram í fyrsta skipti opinberlega í vor. Án þess þó að nöfn sjóðanna væru tekin fram. Fréttastofa keypti gögn byggð á tölunum þar sem sama uppgjörsaðferð var notuð yfir alla sjóðina. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var þar meðal þeirra sjóða sem sýndi einna lökustu ávöxtun. Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Frjálsa segir það ekki koma heim og saman við útreikninga sjóðsins. „Okkar útreikningar sem miða við reglur Fjármálaeftirlitsins sýna að raunávöxtunin er 3,2% en ekki 2,4% eins og kom fram í skýrslunni. Þessar tölur eru staðfestar af endurskoðanda sjóðsins. Þá þarf líka að hafa í huga að lífeyrissjóðir gera skuldabréf sín upp með ólíkum hætti. Sumir sjóðir gefa öll sín skuldabréf upp á markaðsvirði og ef Frjálsi gerði það þá væri ávöxtunin um 3,4%,“ segir Arnaldur.Ólíkar uppgjörsaðferðir hafa gert samanburð erfiðan Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða sagði í fréttum Stöðvar 2 í byrjun júlí að líklega hafi langtíma samanburður milli samtryggingadeilda sjóðanna ekki legið fyrir þar sem gögnin væru flókin og uppgjörsaðferðir ólíkar. Arnaldur Loftsson ítrekar þetta og segir erfitt að bera saman þessar tölvur vegna ólíkra uppgjörsaðferða. Aðspurður um af hverju það ríki ekki sömu reglur um uppgjör sjóðanna svo samanburðurinn sé nákvæmur sagði Arnaldur að rétt væri að beina þeirri spurningu til Fjármálaeftirlitsins.Svör frá lífeyrissjóðum um langtímaávöxtun Fréttastofa óskaði eftir ávöxtunartölum samtryggingardeildar frá 20,25 og 30 árum frá yfir sjóðum og fékk svör innan fárra daga. Þar kemur fram mikill munur á ávöxtun milli sjóða. Samanburðurinn er hins vegar ekki nákvæmur þar sem misjafnt er hvernig sjóðirnir gera upp skuldabréf þ.e. hvort þau eru gerð upp á markaðsvirði eða nafnvirði eða hvað hlutfall er þar á milli. En uppgjörsaðferðir geta haft áhrif á samanburð á ávöxtun til skamms tíma en óveruleg til lengri tíma. Hér að neðan gefur að líta mismunandi svör sjóðanna við fyrirspurn fréttastofu þar sem spurt var: Hvert er langtíma margfeldismeðaltal hreinnar raunávöxtunar lífeyrissjóðsins á þessum tímabilum:Síðustu 20 ár Síðustu 25 árSíðustu 30 árSVÖR SJÓÐANNA: ALMENNI LÍFEYRISSJÓÐURINNÁvöxtun 20 ár-3,2%Ávöxtun 25 ár-4,3%Ávöxtun 28 ár- 4,6%Almenni lífeyrissjóðurinn gerir upp skuldabréf á markaðsvirði. Uppgjörsaðferðir skuldabréfa hafa áhrif á samanburð á ávöxtun til skamms tíma en hefur óveruleg áhrif til lengri tíma. Ávöxtunarmunur til lengri tíma skýrist fyrst og fremst af eignasamsetningu og fjárfestingarstefnu. LÍFEYRISSJÓÐUR VERSLUNARMANNAÁvöxtun 20 ár-4,2%Ávöxtun 25 ár-4,9%Ávöxtun 30 ár- 5,0%Skuldabréfaeignin í árslok 2017 skiptist þannig að 80% af þeim eru gerð upp miðað við haldið til gjalddaga og 20% skuldabréfanna eru færð á gangvirði þ.e. markaðsverði.Nánari upplýsingar má sjá í ársreikningi sjóðsins 2017. GILDIÁvöxtun 20 ár-3,9%Ávöxtun 25 ár-5,3% Ávöxtun sjóðsins er reiknuð samkvæmt þeim reglum sem á hverjum tíma gilda um ársreikninga lífeyrissjóða. Til ársins 2015 voru öll skuldabréf sjóðsins gerð upp m.v. kaupkröfu. Frá og með árinu 2016 breyttust uppgjörsaðferðir vegna nýrra reglna um ársreikninga lífeyrissjóða þannig að hluti skuldabréfa sjóðsins er nú gerður upp m.v. kaupkröfu og hluti m.v. markaðsvirði. Það eru aðallega veðskuldabréf og skuldabréf með ríkisábyrgð sem gerð eru upp m.v. kaupkröfu, þ.e. þau bréf sem sjóðurinn hyggst halda til lokagjalddaga. BRÚ Brú A deild Brú V deild LsRb LSK 19 ár 2,50% 2,50% 20 ár á ekki við á ekki við 3,90% 3,70% 25 ár á ekki við á ekki við 4,00% 4,60% Öll bréf sem eru með markaðsvakt eru á markaðsvirði hjá okkur. Sjá nánar skýringar í ársreikningum sjóðanna t.d. í skýringu 46 í ársreikningi Brúar. BIRTAÁvöxtun 20 ár-2,9%Ávöxtun 25 ár-3,8%Ávöxtun 30 ár-4,3Það er misjafnt, en yfirgnæfandi meirihluti skuldabréfa er gerður upp á kaupkröfu og þ.a.l. lítill hluti gerður upp á markaðskröfu. LÍFEYRISSJÓÐUR BANKAMANNAÁvöxtun 20 ár-3,82%Ávöxtun 25 ár-4,29%Ávöxtun 30 ár-4,66Meirihluti skuldabréfa (um 75%) er gerður upp á afskrifuðu kostnaðarverði, (sjá nánar hér.) LÍFSVERKÁvöxtun 20 ár-1,46%Ávöxtun 25 ár-2,38%Ávöxtun 30 ár-2,25Langstærsti hluti skuldabréfasafns samtryggingardeildar er metinn á upphaflegri kaupkröfu. Um síðustu áramót voru einungis um 10% metin á markaðsvirði. Skuldabréfasafn séreignarleiða er allt metið á markaðsvirði. LÍFEYRISSJÓÐUR TANNLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDSÁvöxtun 18 ár-2,05%Skuldabréf eru gerð upp á markaðskröfu bæði hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands. Hvorugur sjóður á 20 ára ávöxtunarsögu í samtryggingu. LSRÁvöxtun 20 ár-3,52%Ávöxtun 25 ár-3,9%Ávöxtun 30 ár-4,16%Misjafnt hvernig skuldabréf eru gerð upp.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira