Vindurinn sem leiddi til hraðrar dreifingar eldsins hafði einnig þau áhrif að mikill öldugangur var út á hafi og innan skamms sáu þau ekki lengur til strandar. Eftir að hafa haldið sér á floti í tvær klukkustundir komu sjómenn frá Egyptalandi þeim til bjargar. Fjórum af sex var bjargað.
„Það er hræðilegt að sjá manneskjuna við hliðina á þér drukkna og þú getur ekki hjálpað henni. Þú getur það ekki,“ hefur AP eftir Nikos Stavrinidis. Hann var einn þeirra sem bjargaðist.
„Þetta mun ávalt fylgja mér.“
Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum
Stavrinidis segir þetta hafa gerst mjög hratt. Eldurinn hafi verið langt í burtu en hafi umkringt þau einstaklega hratt.
„Vindurinn var ólýsanlegur, þetta var ótrúlegt. Ég hef ekki séð neitt þessu svipað á ævi minni.“
Stavrinidis segir egypsku sjómennina hafa stokkið í sjóinn og dregið þau um borð. Þá hafi þeir haldið á þeim hita á leiðinni í landi.
„Þeir voru frábærir,“ segir Stavrinidis.