Innlent

Þyrlan kölluð út vegna slasaðrar konu á Helgafelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
Slökkviliðsmenn voru boðaðir í útkall upp á Helgafell í Hafnarfirði í hádeginu í dag til að sækja konu sem var hjálparþurfi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var konan skammt frá toppi Helgafells þegar hún slasaðist á fæti og gat ekki komið sér niður af sjálfsdáðum.

Sjö björgunarsveitarmenn voru sendir upp á Helgafell og náðu til konunnar um eitt leytið í dag. Björgunarsveit Hafnarfjarðar var einnig kölluð út og var farið á sexhjóli áleiðis upp Helgafell til að létt undir við burð á búnaði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja konuna í hlíðum Helgafells og flytja hana á sjúkrahús.

Helgafellið er afar vinsælt á meðal útivistarfólks en það er í 338 metra hæð yfir sjávarmáli en venjulega tekur gangan þangað upp um einn til einn og hálfan klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×