Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 10:10 Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. vísir/vilhelm Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54
Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00