Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Maður á fimmtugsaldri er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið annan mann í hálsinn í heimahúsi á Akranesi í nótt. Maðurinn var fyrst í bráðri lífshættu en er kominn af gjörgæslu.

Í kvöldfréttum förum við einnig yfir störf Óbyggðanefndar en þau hafa dregist um sautján ár og kostnaðurinn við störf hennar margfaldast.

Fréttamenn okkar voru einnig á staðnum þegar lögregla stöðvaði rekstur Hótel Adam í miðborginni og innsiglaði reksturinn. Þá verður greint frá nýjum reglum Kauphallarinnar sem er hætt að greina frá því hverjir eru helstu hluthafar einstakra félaga.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar tvö og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×