Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. júlí 2018 12:30 Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri og íbúi í Mosfellsdal, segir íbúa í dalnum orðna langeyga eftir úrbótum á Þingvallavegi. vísir/gva/loftmyndir Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Um helgina varð þar banaslys eftir framúrakstur. Boðað hefur verið til íbúafundar í dalnum á morgun til að ræða hvaða úrbætur þarf að ráðast í strax á veginum en óhætt er að segja að íbúar í Mosfellsdal séu orðnir langeygir eftir úrbótum. Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum dalsins. Fyrir um tveimur og hálfu ári var einnig boðað til íbúafundar í Mosfellsdal vegna vegarins og sagði Guðný þá í samtali við Vísi að vegurinn væri hreinlega sprunginn. Hún segir ekkert hafa breyst síðan þá og lýsir ástandinu sem ófremdarástandi.Vilja endurvekja gömlu Þingvallaleiðina „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum og fólk er alveg að gefast upp á þessu. Þessi vegur er sprunginn og það þarf annan veg til Þingvalla. Þetta er ekki hægt því það verður að vera byggilegt í kringum Gullna hringinn. Það eru allir orðnir skíthræddir,“ segir Guðný en hugmynd íbúanna í dalnum er að endurvekja gömlu Þingvallaleiðina sem myndi þá liggja frá Suðurlandsvegi um Nesjavallaveg, Seljadal og Háamel. Guðný segir íbúa upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur. Íbúar þori ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegkantinum til að taka myndir með tilheyrandi hættu.Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.Verið að auglýsa framkvæmdir á veginum Vegurinn er í umsjón Vegagerðarinnar en Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, segir að verið sé að auglýsa framkvæmdir á veginum sem hafa það að markmiði að bæta umferðaröryggi. „Það hafa verið á undanförnum árum samvinnuverkefni á milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um framkvæmdir á veginum því þetta er auðvitað innansveitarvegur okkar og snertir okkur mikið hér í Mosfellsbænum og sú vinna, henni er lokið, og er á leiðinni í auglýsingu. Það stóra verkefni snýst meðal annars um að setja tvö hringtorg hér, breikka veginn lítillega, færa göngustíg til hliðar. Það er bæði aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagsbreyting.“Hvetur Vegagerðina til að ráðast í skammtímaaðgerðir strax Um sé að ræða uppbyggingu sem tæki nokkurn tíma. Skipulagsráð bæjarins hefur þegar rætt hvernig bæta megi öryggi sem fyrst og hvetur hann Vegagerðina til að ráðast í skammtímaaðgerðir strax í sumar. „Núna í maímánuði síðastliðnum voru sérstaklega tekin fyrir þessi öryggismál og í kjölfarið var sent bréf, undirritað af bæjarstjóra, nokkrir punktar sem við vildum láta skoða. Það má nefna þrjá punkta. Það var að mála kantlínur þannig að bifreiðar eru ekki að fara út í kantinn, því ferðamenn eru að stoppa mikið til þess að taka ljósmyndir og svo framvegis,“ segir Bjarki og heldur áfram: „Það er talað um þéttbýlishlið fyrir ofan Gljúfrastein og þá vestan við dalinn þar sem er minnt á hver hámarkshraðinn er sem er 70 kílómetrar, og síðast en ekki síst þá er talað um það í þessu bréfi að mála heila veglínu á veginn þar sem þýðir það að framúrakstur væri þó óheimill. Við höfum nú ekki fengið viðbrögð við þessu bréfi ennþá en þetta er eitthvað sem væri þá hægt að gera með litlum tilkostnaði og þá strax í sumar.“Myndin er tekin á Þingvallavegi í Mosfellsdal árið 2011 þegar börn og aðrir íbúar í dalnum kröfðust bætts umferðaröryggis á veginum og hvöttu ökumenn til að flýta sér hægt.Ekki spennt fyrir hringtorgum Spurð út í það hvað íbúarnir vilji sjá segir Guðný íbúana í sjálfu sér ekki spennta fyrir hringtorgum. „Vegna þess að hringtorg skemma mannlífið. Ef þú lítur á öll hringtorg sem þú þarft að fara þá sérðu hvergi mannlíf í kringum þau því það eru allir skíthræddir við þau, vita ekkert í hvaða átt þeir eiga að líta og hér er ágætis mannlíf og mikið samneyti á milli bæja. Ef þetta á allt að fara á altari ferðamannabransans að þá bara verða menn að flytja og fara héðan, steypa þetta allt og hafa bara hraðbraut.“ Guðný segir að íbúarnir vilji að strax að settar verði upp hraðamyndavélar á veginum og máluð verði strik á veginn sem banni framúrakstur. „Helst viljum við láta raspa upp götuna þannig að menn verði að hægja á sér,“ segir Guðný. Íbúafundurinn hefst klukkan 20 annað kvöld í gróðurhúsinu á Suðurá. Samgöngur Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði. 14. febrúar 2017 06:45 Banaslys á Þingvallavegi Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal. 21. júlí 2018 20:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. Um helgina varð þar banaslys eftir framúrakstur. Boðað hefur verið til íbúafundar í dalnum á morgun til að ræða hvaða úrbætur þarf að ráðast í strax á veginum en óhætt er að segja að íbúar í Mosfellsdal séu orðnir langeygir eftir úrbótum. Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, er einn af íbúum dalsins. Fyrir um tveimur og hálfu ári var einnig boðað til íbúafundar í Mosfellsdal vegna vegarins og sagði Guðný þá í samtali við Vísi að vegurinn væri hreinlega sprunginn. Hún segir ekkert hafa breyst síðan þá og lýsir ástandinu sem ófremdarástandi.Vilja endurvekja gömlu Þingvallaleiðina „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum og fólk er alveg að gefast upp á þessu. Þessi vegur er sprunginn og það þarf annan veg til Þingvalla. Þetta er ekki hægt því það verður að vera byggilegt í kringum Gullna hringinn. Það eru allir orðnir skíthræddir,“ segir Guðný en hugmynd íbúanna í dalnum er að endurvekja gömlu Þingvallaleiðina sem myndi þá liggja frá Suðurlandsvegi um Nesjavallaveg, Seljadal og Háamel. Guðný segir íbúa upplifa það sem svo að ekki sé hlustað á þá og þeirra áhyggjur. Íbúar þori ekki að hafa hesta á beit úti við því þá muni ferðamenn stoppa úti í vegkantinum til að taka myndir með tilheyrandi hættu.Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ.Verið að auglýsa framkvæmdir á veginum Vegurinn er í umsjón Vegagerðarinnar en Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, segir að verið sé að auglýsa framkvæmdir á veginum sem hafa það að markmiði að bæta umferðaröryggi. „Það hafa verið á undanförnum árum samvinnuverkefni á milli Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um framkvæmdir á veginum því þetta er auðvitað innansveitarvegur okkar og snertir okkur mikið hér í Mosfellsbænum og sú vinna, henni er lokið, og er á leiðinni í auglýsingu. Það stóra verkefni snýst meðal annars um að setja tvö hringtorg hér, breikka veginn lítillega, færa göngustíg til hliðar. Það er bæði aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagsbreyting.“Hvetur Vegagerðina til að ráðast í skammtímaaðgerðir strax Um sé að ræða uppbyggingu sem tæki nokkurn tíma. Skipulagsráð bæjarins hefur þegar rætt hvernig bæta megi öryggi sem fyrst og hvetur hann Vegagerðina til að ráðast í skammtímaaðgerðir strax í sumar. „Núna í maímánuði síðastliðnum voru sérstaklega tekin fyrir þessi öryggismál og í kjölfarið var sent bréf, undirritað af bæjarstjóra, nokkrir punktar sem við vildum láta skoða. Það má nefna þrjá punkta. Það var að mála kantlínur þannig að bifreiðar eru ekki að fara út í kantinn, því ferðamenn eru að stoppa mikið til þess að taka ljósmyndir og svo framvegis,“ segir Bjarki og heldur áfram: „Það er talað um þéttbýlishlið fyrir ofan Gljúfrastein og þá vestan við dalinn þar sem er minnt á hver hámarkshraðinn er sem er 70 kílómetrar, og síðast en ekki síst þá er talað um það í þessu bréfi að mála heila veglínu á veginn þar sem þýðir það að framúrakstur væri þó óheimill. Við höfum nú ekki fengið viðbrögð við þessu bréfi ennþá en þetta er eitthvað sem væri þá hægt að gera með litlum tilkostnaði og þá strax í sumar.“Myndin er tekin á Þingvallavegi í Mosfellsdal árið 2011 þegar börn og aðrir íbúar í dalnum kröfðust bætts umferðaröryggis á veginum og hvöttu ökumenn til að flýta sér hægt.Ekki spennt fyrir hringtorgum Spurð út í það hvað íbúarnir vilji sjá segir Guðný íbúana í sjálfu sér ekki spennta fyrir hringtorgum. „Vegna þess að hringtorg skemma mannlífið. Ef þú lítur á öll hringtorg sem þú þarft að fara þá sérðu hvergi mannlíf í kringum þau því það eru allir skíthræddir við þau, vita ekkert í hvaða átt þeir eiga að líta og hér er ágætis mannlíf og mikið samneyti á milli bæja. Ef þetta á allt að fara á altari ferðamannabransans að þá bara verða menn að flytja og fara héðan, steypa þetta allt og hafa bara hraðbraut.“ Guðný segir að íbúarnir vilji að strax að settar verði upp hraðamyndavélar á veginum og máluð verði strik á veginn sem banni framúrakstur. „Helst viljum við láta raspa upp götuna þannig að menn verði að hægja á sér,“ segir Guðný. Íbúafundurinn hefst klukkan 20 annað kvöld í gróðurhúsinu á Suðurá.
Samgöngur Tengdar fréttir Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45 Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði. 14. febrúar 2017 06:45 Banaslys á Þingvallavegi Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal. 21. júlí 2018 20:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Blásið til íbúafundar í Mosfellsdal vegna umferðarþunga: „Þessi litli vegur hérna er gjörsamlega sprunginn“ Íbúar í Mosfellsdal eru orðnir langþreyttir á mikilli umferð í gegnum dalinn en fjöldi ferðamanna fer þar um á degi hverjum á leið sinni til Þingvalla. 3. mars 2016 11:45
Guðný Halldórsdóttir vill nýjan Þingvallaveg burt úr Mosfellsdal Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri í Melkoti, leggur til að Þingvallavegur verði ekki endurbyggður í Mosfellsdal eins og til stendur heldur verði færður suður í sitt gamla vegstæði um Mosfellsheiði. 14. febrúar 2017 06:45
Banaslys á Þingvallavegi Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal. 21. júlí 2018 20:10