Facebook logar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 23. júlí 2018 10:00 Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera ákjósanlegt að lifa fremur rólegu lífi í sátt við sem flesta. Þeir sem slíkt líf kjósa eru ekki líklegir til að rjúka upp við öll möguleg tækifæri og hella úr skálum reiði sinnar. Þeir sjá sér engan hag í því enda er vitað að slíkt er engan veginn gott fyrir sálarlífið og rænir fólk orku sem það gæti nýtt til mun þarfari verka. Það eru þó óþarflega margir einstaklingar sem kjósa einmitt að eyða ómældum tíma og orku í að skammast sem allra mest, helst sem oftast. Þannig virðist þeim líða best. Sumir þessara einstaklinga virðast vera geðvondir að upplagi meðan aðrir vilja bara láta taka eftir sér og telja að ákjósanlegasta leiðin til þess sé að hafa nógu hátt. Síðan er dágóður hópur, hvimleiður og einstaklega hávær, sem lifir í pólitískum rétttrúnaði sem hann vill þvinga upp á aðra og mislíkar allt sem ekki þjónar málstaðnum og bendir ásakandi á þá sem ekki vilja fylgja þeim. Á netinu eru kjöraðstæður fyrir alla þá sem hafa það nánast að tómstundagamni að þefa uppi það sem þeir telja vera ósóma. Þar er mögulegt að koma óánægju sinni á framfæri á örskotsstundu, fá sterk viðbrögð og vekja um leið rækilega athygli á sjálfum sér. Það er því engin furða að þar hafa margir hreiðrað um sig og eru beinlínis í leit að einhverju sem þeir geta gert að deiluefni. Þar sem þeir eru venjulega afar fundvísir hafa þeir stöðugt við eitthvað að iðja. Oft þarf ekki mikið til að gífurleg gremja grípi um sig hjá þessum hópi. Ótal dæmi má nefna, hér er eitt, sem er ekki hárnákvæmt en á sér því miður hliðstæður í íslenskum raunveruleika: Dólgafemínisti flettir endurútgáfu á sígildri og ljúfri barnabók þar sem stúlka situr við sauma meðan bróðir hennar er úti að leika. Femínistinn froðufellir vegna stórhættulegra kynjaviðhorfa sem endurspeglast í bókinni og fær skoðanasystur sínar á Facebook í lið með sér. Sameinaðar í fordæmingu koma þær sér í hlutverk geltandi varðhunda og krefjast þess að bókin verði tekin úr umferð hið snarasta. Hrekklausum útgefanda fer að líða eins og hann hafi framið glæp og hikstar nánast niðurbrotinn upp úr sér afsökunum, enda skilst honum að allt sé vitlaust á Facebook. Hann, eins og svo margir, þráir að fá þar like en ekki skammir. Þegar netverjar leggjast margir saman á árarnar í fordæmingu sinni þá heitir það í daglegu tali: „Facebook logar“. Hún logar náttúrlega alls ekki. Langflestir Facebook notendur hafa engan áhuga á málinu sem sagt er hafa kveikt í Facebook. Það sem gerðist var að hávaðahópur fékk mikla athygli og komst í fjölmiðla, en það jafngildir engan veginn því að skoðunin sé meirihlutaskoðun. Stór hópur tók alls ekki eftir málinu og þeir sem tóku eftir því hristu margir höfuðið og fannst hreinn vitleysisgangur hafa verið þar á ferð. Facebook „logar“ með reglulegu millibili, en það er engin sérstök ástæða til að kippa sér upp við það. Hópur hávaðafólks er stöðugt að finna sér mál til að hamast á en hefur samt ekki ýkja mikið úthald og missir áhugann eftir nokkra daga. Það er nefnilega komið upp nýtt mál, algjör skandall, sem þarf að einbeita sér að – í þrjá daga eða svo.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun