Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: „Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 20:00 Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira