Innlent

Slysið varð eftir framúrakstur

Sylvía Hall skrifar
Veginum var lokað í tvo tíma eftir slysið.
Veginum var lokað í tvo tíma eftir slysið. Vísir/Jóhann K.
Bílslysið sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. Áreksturinn varð á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal, en báðir bílar óku í vesturátt til Reykjavíkur.

Lögreglu barst tilkynning um slysið um 16 leytið og var veginum lokað í tvo tíma á meðan viðbragðsaðilar voru við störf á vettvangi.

Áreksturinn var nokkuð harður og mikill viðbúnaður var á vettvangi. Einn lést í slysinu en upphaflega voru þrír fluttir á slysadeild.

Rannsókn stendur nú yfir á tildrögum slyssins, en hún er á frumstigi sem stendur.


Tengdar fréttir

Banaslys á Þingvallavegi

Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi við Æsustaði í Mosfellsdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×