M. Night Shyamalan sló í gegn á Comic-Con með stiklu úr Glass Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 09:08 Aðalpersónurnar þrjár í myndinni Glass, leiknar Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira