Uggandi yfir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forstjóri Kynnisferða segir bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins um rútustæðagjöld við Leifsstöð skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu. Þannig séu Kynnisferðir í beinni samkeppni í flugrútuakstri við fyrirtæki sem engin gjöld greiða á gildistíma ákvörðunarinnar. Með ákvörðuninni var ISAVIA gert að hætta tímabundið gjaldtöku í svokölluð fjarstæði við Leifsstöð.Frétt Stöðvar 2: Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Stæðin eru notuð af fyrirtækjum sem hafa ekki fasta aðstöðu í flugstöðinni, en Samkeppniseftirlitið hóf skoðun málsins eftir kvörtun frá Gray Line – sem taldi um ósanngjarna ofurgjaldtöku að ræða. Ekkert verður því innheimt fyrir notkun stæðanna fyrr en í desember, eins lengi og ákvörðunin gildir.Kynnisferðir og Hópbílar hlutskörpust í útboðinu Eftir stendur þó að áfram er greitt fyrir aðstöðu inni í flugstöðinni og á nærstæðum beint fyrir utan. Þá aðstöðu nota Kynnisferðir annars vegar og Hópbílar hins vegar, en fyrirtækin áttu besta boðið í útboði fyrir um ári síðan. Gray Line tók einnig þátt í útboðinu. „Tilboðið okkar var miðað við að það væri gjaldtaka á þessu ytra stæði. Við erum bara að skoða það með okkar lögmönnum og ISAVIA hvaða áhrif þetta hefur á útboðið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Enginn hagur af háum gjöldum Björn bendir á að fjarstæðin séu fyrst og fremst notuð við að sækja sérhópa, það geri Kynnisferðir líka og því enginn sérstakur hagur í því fyrir fyrirtækið að gjöldin séu há. „Það eru auðvitað hagsmunir allra okkar sem erum í ferðaþjónustu á Íslandi að við séum samkeppnishæf í verði,“ segir Björn. Kynnisferðir greiða yfir 40% af tekjum sínum af akstri reglulegrar flugrútu frá Leifsstöð beint til ISAVIA. Björn segir það því tæplega standast skoðun að vera í beinni samkeppni við aðila sem þurfa nú ekkert að greiða, mánuðum saman.Skekkir samkeppnisstöðuna að óbreyttu „Gray Line hefur frá því 1. Mars verið að bjóða upp á flugrútu frá þessu ytra stæði í samkeppni við okkur. Ef það verður niðurstaðan að þeir þurfa ekki að greiða, eða aðrir þurfa ekki að greiða gjald þarna, þá skekkir það auðvitað þessa samkeppnisstöðu,“ segir Björn. Forsvarsmenn ISAVIA veittu ekki viðtal vegna málsins í dag. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að eftir helgi myndi ISAVIA funda með forsvarsmönnum Kynnisferða og Hópbíla vegna þeirra áhyggna sem þeir hefðu lýst vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppnismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira