Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 15:29 Emmanuel Macron er sagður hafa vitað af atburðunum frá 2. maí, degi eftir mótmælin. Hér sést Benalla hægra meginn við forsetann. Vísir/Getty Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi, klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Alexandre Benalla, öryggisvörðurinn sem um ræðir, starfar í innsta hring Macron. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. ALERTA VIOLENCES POLICIÈRES DES POLICIERS TABASSENT ET GAZENT TOUT LE MONDE PLACE CONTREESCARPE !! FAITES TOURNER IL FAUT QUE TOUT LE MONDE VOIT !!#ViolencesPolicieres#1erMaipic.twitter.com/Dabr6HHwyJ — Taha Bouhafs (@T_Bouhafs) 1 May 2018 Sjónarvottar segja það hafa verið augljóst að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi verið sárkvalinn og aðferðir Benalla voru ekki eitthvað sem þekkist innan lögreglunnar. Atvikið hafi verið óeðlilegt og ólöglegt.Emmanuel Macron ásamt Alexandre Benalla.Vísir/GettyReyndi að eyða öryggismyndefni eftir fréttaflutning Benalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið.Uppsagnarferli í vinnslu hjá forsetanum Í yfirlýsingu frá Élysée höllinni segir að forsetinn sé þegar í stað farinn að vinna í uppsögn Benalla eftir að nýjar staðreyndir í máli hans komu upp á yfirborðið. Þingmenn í Frakklandi hafa tjáð sig um málið og segja það vera með öllu óásættanlegt. Élysée höllin hafi vitað af atvikinu 2. maí og ekki vísað því til lögreglunnar, heldur sett Benalla í tveggja vikna leyfi frá störfum í kjölfarið. Þingmenn frá báðum vængjum stjórnmálanna hafa sakað forsetann um að hylma yfir með ofbeldi öryggisvarðarins og hafa bent á að meðferð málsins væri með öðrum hætti ef um væri að ræða venjulegan borgara. Benalla gæti átt yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldisglæp, fyrir að klæða sig ólöglega upp sem lögreglumann og að hafa reynt að stela öryggismyndefni og eyða sönnunargögnum.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira