Erlent

Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Macron með Alexandre Benalla, öryggisverði sínum, sem sást á myndum taka harkalega á mótmælendum á 1. maí.
Macron með Alexandre Benalla, öryggisverði sínum, sem sást á myndum taka harkalega á mótmælendum á 1. maí. Vísir/AP
Skoðanakannanir í Frakklandi leiða í ljós að vinsældir Emmanuels Macron forseta hafa ekki verið minni frá því hann var kjörinn í fyrra. Hneykslismál sem tengist fyrrverandi öryggisverði forsetans er talið skýra dýfuna sem vinsældir forsetans hafa tekið en ríkisstjórn hans stendur einnig frammi fyrir tveimur vantrauststillögum á þingi.

Aðeins 36,3% svarenda í könnunum segja ánægð með frammistöðu Macron í embætti. Það er 3,1 prósentustigi minna en í júní. Fyrir ári var rétt um helmingur ánægður með störf forsetans, að sögn Politico.

Macron þykir ekki hafa tekið vel á málum þegar fyrrverandi öryggisvörður hans réðst á mótmælendur á baráttudegi verkalýðsins í París í maí. Hann segist axla ábyrgð á gjörðum varðarins en kenndi um leið fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni um að hafa gert of mikið úr málinu.

Forsetinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þau viðbrögð. Hann er einnig sagður þykja í litlum tengslum við þjóð sína og þá hefur íburðarmikill lífsstíll hans vakið gagnrýni.


Tengdar fréttir

Öryggisvörður Macron ákærður

Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi.

Svaraði fyrir refsileysi Benalla

Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×