Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 15:54 Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. vísir/jón sigurður „Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur. Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
„Ég vona að ég verði góður bæjarstjóri og muni reynast samstarfsfólki mínu, íbúum og samfélaginu vel,“ segir Ásthildur Sturludóttir sem hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri Akureyrar. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem hefur gegnt starfinu síðastliðin átta ár. Ásthildur segir að hagsmunagæsla fyrir sveitarfélagið vera stærsta verkefnið framundan. „Það er bara alltaf þannig að landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig og stöðugt að vera að gæta sinna hagsmuna, alveg sama hvaða pólitíska landslag er hverju sinni,“ segir Ásthildur. Sveitarstjórnir þurfi í sífellu að gæta að því að tryggja nægt fjármagn fyrir verkefnin. Ásthildur þekkir þessa baráttu vel af eigin raun því hún hefur verið bæjarstjóri í Vesturbyggð síðastliðin átta ár. „Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér. Ég hef verið að standa í samskiptum við ríkið þessi ár sem ég hef verið bæjarstjóri. Það eru mjög stór verkefni sem sveitarfélögin vinna með ríkinu. Framundan eru stór mál á dagskrá eins og flugvöllurinn, raforkuöryggi og önnur samskipti ríkis og sveitarfélaga varðandi verkaskiptingu.“ Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, sagði í byrjun júní, í samtali við fréttastofu, að bæjarstjóri Akureyrar þyrfti að leiða stjórnsýslu bæjarins og meirihlutasamstarfið en á sama tíma að bæta meirihlutasamstarfið með styrkleika sínum. Þá sé afar brýnt að nýr bæjarstjóri þekkti til stjórnsýslunnar. Ásthildur er með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá PACE University í New York. „Ég hef verið starfandi sem bæjarstjóri í átta ár svo ég þekki mjög vel til stjórnsýslunnar og hef í raun starfað innan stjórnsýslunnar allt frá því ég lauk háskólaprófi þannig að ég þekki mjög vel til,“ segir Ásthildur. Ásthildur hefur enga tengingu norður í land en er afar spennt að kynnast samfélaginu á Akureyri. Hún hefur störf um miðjan september. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur fjölskyldunni. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að þetta verði mikið gæfuspor,“ segir Ásthildur.
Ráðningar Tengdar fréttir Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Ásthildur verður bæjarstjóri á Akureyri Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. 31. júlí 2018 11:30