Tekist á um tittlingaskít Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar