Innlent

Umferðarslys á mótum Suðurlandsvegar og Skeiðavegar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á mótum Skeiðavegar og Suðurlandsvegar síðdegis í dag.
Frá vettvangi á mótum Skeiðavegar og Suðurlandsvegar síðdegis í dag. Vísir/Sigurjón
Árekstur varð á mótum Skeiðavegar og Suðurlandsvegar á fjórða tímanum í dag þegar tveir fólksbílar rákust saman. Fjórir voru í bílunum tveimur og voru þeir allir fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Að sögn Péturs Péturssonar hjá Brunavörnum Árnessýslu var tækjabíll sendur á slysstað frá Selfossi. Ekki þurfti að beita klippum til að ná fólkinu úr bílunum. Ekki er vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu.

Talsverð hreinsun stendur nú yfir á vettvangi en töluvert er af olíu á veginum. Þá hafa nokkrar tafir orðið á umferð nú síðdegis vegna slyssins.

Uppfært klukkan 17:57: Fjórir voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til frekari skoðunar en ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra. Störfum er lokið á vettvangi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×