Innlent

Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til.
Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til. Vísir
Íslendingsins Jóhanns Gíslasonar er saknað á Alicante á Spáni. Hann sást síðast 12. júlí en ekkert hefur spurst til hans síðan.

Eyrún María Gísladóttir vakti máls á þessu inni á Facebook-hópnum Íslendingar á Spáni, Costa Blanca svæðinu fyrr í dag þar sem hún óskaði eftir upplýsingum um ferðir Jóhanns sem er föðurbróðir hennar. 

Eyrún segir í samtali við Vísi engar upplýsingar hafa borist um ferðir Jóhanns eftir að hún vakti athygli á hvarfi hans, en hans hefur verið saknað í átján daga.

Hún segir fjölskylduna hafa sett sig í samband við utanríkisráðuneytið og haft samband við ræðismenn. „Og auðvitað lögregluna. Við bíðum núna bara eftir heimild til að rekja bankareikninga og síma,“ segir Eyrún.

Hún segist ekki viss um hvort lögreglan á Alicante hafi lýst formlega eftir Jóhanni.

Hann var á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til þegar hann sást síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×