Innlent

Slökkviliðið með mikinn viðbúnað á Viðarhöfða

Birgir Olgeirsson skrifar
Tilkynning barst um reyk á Viðrhöfða um klukkan 13 í dag.
Tilkynning barst um reyk á Viðrhöfða um klukkan 13 í dag. Vísir/Vilhelm
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Viðarhöfða í Reykjavík um eittleytið í dag. Er slökkviliðið með mikinn viðbúnað þar en samkvæmt heimildum Vísis var tilkynnt um reyk en lítið að sjá á vettvangi. Fjöldi slökkviliðsmanna er þó þar sem stendur.

Engin svör hafa fengist frá slökkviliðinu en fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Uppfært klukkan 13:35: 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðist rafmagnstæki hafa brunnið yfir á verkstæði og mikinn svartan reyk lagt frá því. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að svo virðist vera sem að ekki hafi verið laus eldur á verkstæðinu en verið sé að ganga úr skugga um það á þessari stundu.

Slökkviliðið sendi um 20 slökkviliðsmenn á vettvangi í fyrstu en einhver hluti þess mannskapar hefur verið kallaður til baka. Engan sakaði og virðist hafa verið minni hætta en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×