Innlent

Kristín Þórðardóttir verður áfram sýslumaður á Suðurlandi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi á sameinuðu embætti sýslumanns á Suðurlandi.
Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi á sameinuðu embætti sýslumanns á Suðurlandi. Fréttablaðið/Eyþór
Dómsmálaráðherra hefur skipað Kristínu Þórðardóttur til að vera sýslumaður á Suðurlandi frá 1. ágúst næstkomandi en Kristín hefur verið settur sýslumaður frá 1. maí 2017 eftir að Anna Birna Þráinsdóttir fór í ársleyfi.

Kristín er fædd hinn 6. september 1979. Hún lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006. Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi á sameinuðu embætti sýslumanns á Suðurlandi. Sambýlismaður Kristínar er Friðrik Erlingsson og eiga þau þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×