Birta myndband af umdeildu banaskoti Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 10:37 Myndbandið sýnir að Blevins virðist halda á byssu þegar hann er skotinn. Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira