Innlent

Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Myndin sýnir hjáleið um Vallaveg (grænn) á meðan Þingvallavegur (rauður) er lokaður.
Myndin sýnir hjáleið um Vallaveg (grænn) á meðan Þingvallavegur (rauður) er lokaður. Vegagerðin
Þingvallavegur verður lokaður frá og með deginum í dag og fram til í október vegna endurbóta á Þingvallavegi um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Veginum verður síðan aftur lokað næsta vor.

Hjáleið verður opin um Vallaveg en sá vegur hentar illa fyrir stærri bíla því vegurinn er afar mjór. Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Vegagerðin óskar jafnframt eftir því að ferðaþjónustufyrirtæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yfir.

Endurbætur verða gerðar á Þingvallavegi; frá Þjónustumiðstöðinni og að vegamótum við Vallaveg.

Endurbæturnar verða unnar í tveimur áföngum, annars vegar þessa mánuði og sumarið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×