Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2018 20:30 Fyrstu hugmyndir að flugvelli í Hvassahrauni gerðu ráð fyrir að hann yrði í byrjun aðallega sniðinn að þörfum innanlandsflugs. Nú er rætt um að hann þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi. Helstu flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Talsmanni Air Iceland finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en talsmanni Flugfélagsins Ernis finnst þetta óraunhæft. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópur á vegum samgönguráðherra hvetur til þess að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð sem fyrst með það í huga að þar verði bæði innanlands- og millilandaflugvöllur. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, er stærsta félagið í innanlandsfluginu. Hvernig líst framkvæmdastjóra þess á Hvassahraun?Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Mér finnst allt í lagi að skoða og fullkanna þann möguleika, hvort að Hvassahraunið geti verið vænlegur kostur. Undanfarnar athuganir, á undanförnum áratugum, hafa ekki leitt það í ljós að annað flugvallarstæði heldur en hér í Vatnsmýrinni væri vænlegt. En mér finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost og sjá hvað kemur út úr þeirri skoðun,“ svarar Árni Gunnarsson. Forstjóra Ernis, Herði Guðmundssyni, líst ekkert á hugmyndina.Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er gífurlegur kostnaður á meðan ekki er hægt setja peninga í samgöngur, bara lágmarks viðbætur og endurbætur í vegakerfinu. Að vera þá að tala um að minnsta kosti hundrað milljarða, eða svo, í nýjan flugvöll einhversstaðar úti í hrauni. Þetta er bara ekki raunhæft. Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er,“ svarar Hörður. Hann hefur sagt það til háborinnar skammar hvernig búið sé að flugfarþegum í Reykjavík. Horft úr Hvassahrauni til byggðarinnar á Reykjavíkursvæðinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hugmyndir hafa verið um að reisa nýja innanlandsflugstöð skammt austan við afgreiðslu Air Iceland. En hvað verður nú um þau áform þegar kanna á annað flugvallarstæði? „Þó að það væri ákveðið í dag að leggja upp með nýjan flugvöll í Hvassahrauni, þá er það eitthvað sem tekur örugglega áratug, jafnvel lengur,“ svarar Árni og hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu flugfarþega í Reykjavík. Flugstöðvarmál Reykjavíkur eru hins vegar í algerri óvissu.Séð yfir Reykjavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm„Það gengur frekar hægt. Það eru ýmsar yfirlýsingar um það að menn vilji fara að byggja hér eða gera ýmislegt. En það er takmarkað fjármagn sem fylgir þeim yfirlýsingum," segir Árni. „Þannig að við höfum ekki séð neina sérstaka þróun í því. En það er ýmis vinna í gangi við að skoða möguleika en það er engin niðurstaða komin í það, ekki sem ég sé.“ -Þannig að það er engin flugstöð að fara að rísa á Reykjavíkurflugvelli á næstu árum? „Ég ætla nú ekki að vera svo svartsýnn. En það er ekkert sem liggur fyrir á borðinu í dag að gera,“ svarar Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. 21. júní 2017 10:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur, segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. 23. júní 2017 07:00 Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Þingmenn og ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ekki hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Engar slíkar framkvæmdir má finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnar. Borgarstjóri segir borgina þurfa að gefa leyfi fyrir 22. júní 2017 07:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Helstu flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Talsmanni Air Iceland finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en talsmanni Flugfélagsins Ernis finnst þetta óraunhæft. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Starfshópur á vegum samgönguráðherra hvetur til þess að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð sem fyrst með það í huga að þar verði bæði innanlands- og millilandaflugvöllur. Air Iceland Connect, áður Flugfélag Íslands, er stærsta félagið í innanlandsfluginu. Hvernig líst framkvæmdastjóra þess á Hvassahraun?Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Mér finnst allt í lagi að skoða og fullkanna þann möguleika, hvort að Hvassahraunið geti verið vænlegur kostur. Undanfarnar athuganir, á undanförnum áratugum, hafa ekki leitt það í ljós að annað flugvallarstæði heldur en hér í Vatnsmýrinni væri vænlegt. En mér finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost og sjá hvað kemur út úr þeirri skoðun,“ svarar Árni Gunnarsson. Forstjóra Ernis, Herði Guðmundssyni, líst ekkert á hugmyndina.Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er gífurlegur kostnaður á meðan ekki er hægt setja peninga í samgöngur, bara lágmarks viðbætur og endurbætur í vegakerfinu. Að vera þá að tala um að minnsta kosti hundrað milljarða, eða svo, í nýjan flugvöll einhversstaðar úti í hrauni. Þetta er bara ekki raunhæft. Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er,“ svarar Hörður. Hann hefur sagt það til háborinnar skammar hvernig búið sé að flugfarþegum í Reykjavík. Horft úr Hvassahrauni til byggðarinnar á Reykjavíkursvæðinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hugmyndir hafa verið um að reisa nýja innanlandsflugstöð skammt austan við afgreiðslu Air Iceland. En hvað verður nú um þau áform þegar kanna á annað flugvallarstæði? „Þó að það væri ákveðið í dag að leggja upp með nýjan flugvöll í Hvassahrauni, þá er það eitthvað sem tekur örugglega áratug, jafnvel lengur,“ svarar Árni og hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu flugfarþega í Reykjavík. Flugstöðvarmál Reykjavíkur eru hins vegar í algerri óvissu.Séð yfir Reykjavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm„Það gengur frekar hægt. Það eru ýmsar yfirlýsingar um það að menn vilji fara að byggja hér eða gera ýmislegt. En það er takmarkað fjármagn sem fylgir þeim yfirlýsingum," segir Árni. „Þannig að við höfum ekki séð neina sérstaka þróun í því. En það er ýmis vinna í gangi við að skoða möguleika en það er engin niðurstaða komin í það, ekki sem ég sé.“ -Þannig að það er engin flugstöð að fara að rísa á Reykjavíkurflugvelli á næstu árum? „Ég ætla nú ekki að vera svo svartsýnn. En það er ekkert sem liggur fyrir á borðinu í dag að gera,“ svarar Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. 21. júní 2017 10:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur, segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. 23. júní 2017 07:00 Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Þingmenn og ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ekki hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Engar slíkar framkvæmdir má finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnar. Borgarstjóri segir borgina þurfa að gefa leyfi fyrir 22. júní 2017 07:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00
Hægt að nýta nýju flugstöðina í annað ef flugvöllurinn fer Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að ef breytingar verði gerðar á staðsetningu innanlandsflugs verði hægt að nýta nýja flugstöð sem stendur til að byggja til annars. 21. júní 2017 10:45
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur, segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. 23. júní 2017 07:00
Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Þingmenn og ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar ekki hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Engar slíkar framkvæmdir má finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnar. Borgarstjóri segir borgina þurfa að gefa leyfi fyrir 22. júní 2017 07:00
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45