Ég á hana! Þorsteinn V. Einarsson skrifar 18. febrúar 2018 19:30 Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun